Stekkur á milli kórs og orgels Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 11:30 Lára Bryndís leikur við soninn Ágúst Ísleif Ágústsson sem er nýorðinn sjö ára. Vísir/Andri Marinó „Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira