Þetta er prófraun á leikmennina Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 06:30 Heimir vonar að aðrir leikmenn stígi upp í kvöld. vísir/Ernir Þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum gæti lokið í kvöld en bæði FH og KR eru einu marki undir fyrir leiki kvöldsins. KR mætir norska stórveldinu Rosenborg en FH mætir Inter Baku í Aserbaídsjan. Lið FH sem ferðaðist til Aserbaídsjan er vængbrotið en Róbert Örn Óskarsson er í leikbanni og verður því hinn 44 árs gamli Kristján Finnbogason í markinu hjá FH. Þá verða Steven Lennon, Guðmann Þórisson og Atli Viðar Björnsson fjarverandi. Heimir viðurkenndi að ekki væri um óskaundirbúning að ræða. „Sem betur fer eru allir aðrir klárir, þetta er ákveðin prófraun á aðra leikmenn. Þeir eru er sterkari á heimavelli en við sáum í fyrri leiknum að við eigum möguleika ef við eigum góðan leik,“ sagði Heimir sem var viss um að hinn 44 ára gamli Kristján myndi standa sig í markinu. „Hann er ótrúlegur, hann er búinn að vera frábær á æfingum. Hann er í toppstandi og virðist bara verða betri með aldrinum.“ Í Þrándheimi mæta KR-ingar til leiks eftir 0-1 tap á heimavelli. KR-ingar áttu ágætis rispur í leiknum en til þess að stríða norska stórveldinu þurfa þeir að eiga toppleik. „Það er smá óvissa með Þorstein Má en annars eru allir klárir í slaginn. Við getum spilað betur en í síðasta leik en við vitum það að þeir eru með ógnarsterkt lið og munu eflaust spila betur en í fyrri leiknum. Þetta er það stórt lið og kröfur eru gerðar til spilamennskunar þannig að við verðum að eiga toppleik til að eiga séns á að komast áfram, til að byrja með þurfum við að halda hreinu og við reynum að vinna út frá því,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum gæti lokið í kvöld en bæði FH og KR eru einu marki undir fyrir leiki kvöldsins. KR mætir norska stórveldinu Rosenborg en FH mætir Inter Baku í Aserbaídsjan. Lið FH sem ferðaðist til Aserbaídsjan er vængbrotið en Róbert Örn Óskarsson er í leikbanni og verður því hinn 44 árs gamli Kristján Finnbogason í markinu hjá FH. Þá verða Steven Lennon, Guðmann Þórisson og Atli Viðar Björnsson fjarverandi. Heimir viðurkenndi að ekki væri um óskaundirbúning að ræða. „Sem betur fer eru allir aðrir klárir, þetta er ákveðin prófraun á aðra leikmenn. Þeir eru er sterkari á heimavelli en við sáum í fyrri leiknum að við eigum möguleika ef við eigum góðan leik,“ sagði Heimir sem var viss um að hinn 44 ára gamli Kristján myndi standa sig í markinu. „Hann er ótrúlegur, hann er búinn að vera frábær á æfingum. Hann er í toppstandi og virðist bara verða betri með aldrinum.“ Í Þrándheimi mæta KR-ingar til leiks eftir 0-1 tap á heimavelli. KR-ingar áttu ágætis rispur í leiknum en til þess að stríða norska stórveldinu þurfa þeir að eiga toppleik. „Það er smá óvissa með Þorstein Má en annars eru allir klárir í slaginn. Við getum spilað betur en í síðasta leik en við vitum það að þeir eru með ógnarsterkt lið og munu eflaust spila betur en í fyrri leiknum. Þetta er það stórt lið og kröfur eru gerðar til spilamennskunar þannig að við verðum að eiga toppleik til að eiga séns á að komast áfram, til að byrja með þurfum við að halda hreinu og við reynum að vinna út frá því,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira