Slæm vinnubrögð vegna ráðningar sviðsstjóra Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2015 07:00 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar