Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira