Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Ekki verður ókeypis að stíga út úr bílnum á Þingvöllum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
„Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira