Við segjum sögur Magnús Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Valdís Thor segir að eitt af markmiðum FÍSL sé að kynna samtímaljósmyndun fyrir almenningi. Visir/Anton Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira