Bók fyrir unglinga skrifuð af unglingum Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2015 09:30 Strákarnir skrifa bók fyrir unglinga eftir unglinga. Vinirnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson eru líklegast á meðal mest drífandi unglinga á landinu í dag. Í fyrra settu þeir upp leikritið Unglinginn í Gaflaraleikhúsinu sem sló í gegn og nú eru þeir að skrifa bók ásamt Bryndísi Björgvinsdóttur. Þau hlutu á dögunum styrk úr nýræktarsjóði miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir gerð bókarinnar. „Bókin verður unglingabók skrifuð af unglingum handa unglingum. Það er oft þegar þetta fullorðna fólk er að skrifa fyrir unglinga að það er ekki alveg nógu mikið með á nótunum. Bókin er ekki tengd leikritinu en þetta er samt svipaður húmor,“ segir Óli Gunnar.Bryndís Björgvinsdóttir skrifar í fyrsta skiptið bók með tveimur öðrum höfundum.vísir/stefánÞetta er fyrsta bókin sem strákarnir skrifa en Bryndís hefur samið nokkrar bækur, þar á meðal Hafnfirðingabrandarann sem kom út á seinasta ári. „Það er mjög óvenjulegt að vera þrjú að skrifa eina bók saman en þetta hefur gengið vel hingað til. Við erum kannski meira eins og hljómsveit. Við erum að klára að smíða síðasta kaflann akkúrat núna en bókin kemur út í nóvember,“ segir Bryndís. Óli Gunnar er sonur Gunnars Helgasonar leikara, sem er líka að fara að gefa út bók á svipuðum tíma í vetur. „Þetta verður blóðbað. Við verðum að keppast um sæti á bókalistunum og það verður ekkert gefið eftir. Þetta verður eins og Star Wars, sonurinn að berjast við pabbann,“ segir Arnór. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vinirnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson eru líklegast á meðal mest drífandi unglinga á landinu í dag. Í fyrra settu þeir upp leikritið Unglinginn í Gaflaraleikhúsinu sem sló í gegn og nú eru þeir að skrifa bók ásamt Bryndísi Björgvinsdóttur. Þau hlutu á dögunum styrk úr nýræktarsjóði miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir gerð bókarinnar. „Bókin verður unglingabók skrifuð af unglingum handa unglingum. Það er oft þegar þetta fullorðna fólk er að skrifa fyrir unglinga að það er ekki alveg nógu mikið með á nótunum. Bókin er ekki tengd leikritinu en þetta er samt svipaður húmor,“ segir Óli Gunnar.Bryndís Björgvinsdóttir skrifar í fyrsta skiptið bók með tveimur öðrum höfundum.vísir/stefánÞetta er fyrsta bókin sem strákarnir skrifa en Bryndís hefur samið nokkrar bækur, þar á meðal Hafnfirðingabrandarann sem kom út á seinasta ári. „Það er mjög óvenjulegt að vera þrjú að skrifa eina bók saman en þetta hefur gengið vel hingað til. Við erum kannski meira eins og hljómsveit. Við erum að klára að smíða síðasta kaflann akkúrat núna en bókin kemur út í nóvember,“ segir Bryndís. Óli Gunnar er sonur Gunnars Helgasonar leikara, sem er líka að fara að gefa út bók á svipuðum tíma í vetur. „Þetta verður blóðbað. Við verðum að keppast um sæti á bókalistunum og það verður ekkert gefið eftir. Þetta verður eins og Star Wars, sonurinn að berjast við pabbann,“ segir Arnór.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira