Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:30 Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn Ytra-Áland, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. Vísir/Mynd úr einkasafni Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ Svalbarðshreppur Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“
Svalbarðshreppur Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira