Höldum baráttunni áfram Árni Páll Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun