Sérstakir staðir sem breyta öllu Magnús Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 12:00 Akranesviti er einn þeirra staða þar sem Anna hyggur á tónleika í sumar. Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira