Höftin afnumin – eða hvað? Skjóðan skrifar 10. júní 2015 12:00 Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira