Ætla sér stundum aðeins um of Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 11:30 Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson í Kriðpleir eru á leiðinni út í heim en myndina tók Birgir Ísleifur Gunnarsson. Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira