Alltaf skemmtilegt að skapa Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 13:00 Styrkþegar voru glaðir og ánægðir með viðurkenninguna. Visir/Ernir Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira