Alltaf skemmtilegt að skapa Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 13:00 Styrkþegar voru glaðir og ánægðir með viðurkenninguna. Visir/Ernir Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“ Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira