Alþjóðlegur dagur menningarfjölbreytni Guðrún Ansnes skrifar 21. maí 2015 12:00 Kristín vonast til að sjá sem flesta, á öllum aldri, í Grófinni í dag. Vísir/GVA Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira