Lífið

Hús­gögn úr af­göngum og fiskar í gos­brunninum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
María Krista Heiðarsdóttir gengur sjálf í flest smíða- og málningarverkefni. 
María Krista Heiðarsdóttir gengur sjálf í flest smíða- og málningarverkefni.  Vísir

Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.

Á pöllunum hafa þau smíðað meðal annars húsgögn úr restum af klæðningu hússins og alveg einstakan gosbrunn með fiskum í. Vala Matt heimsótti Maríu Kristu í Íslandi í dag.

Hún og eiginmaðurinn gera flestöll verk upp á eigin spýtur og María Krista gengur sjálf í smíða- og málningarverkin. 

„Það er geggjað að geta gengið í öll verk og þurfa ekki að bíða eftir að eiginmaðurinn komi úr vinnunni til að fara í sögina. Þetta er þvílíkt frelsi.“

Þá hafa þau dundað sér við að smíða húsgögn á pallinn úr afgöngum úr klæðningu hússins. 

„Húsið er CLT-hús, þessar einingar sem komu á efri hæðina. Og það fylgdu með afgangar sem við erum búin að vera að geyma hérna úti og ætluðum að henda. En efnið er ekki létt meðferðar þannig að það var eiginlega fljótlegra að smíða eitthvað úr þessu,“ segir María Krista. 

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.