Þetta er eins og skrifað fyrir Ísland Magnús Guðmundsson skrifar 21. maí 2015 11:30 Stuart Skelton á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vikunni. Vísir/Vilhelm Þetta er einstakt verk. Algert lykilverk í heimi óperunnar sem hreinasta unun er að takast á við og ég vona að þetta verði mikil upplifun fyrir íslenska áhorfendur annað kvöld,“ segir ástralski tenórinn Stuart Skelton sem undirbýr tónleikauppfærslu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni á meistaraverki Benjamins Britten: Peter Grimes. Peter Grimes er einstakt verk sem Britten samdi aðeins 32 ára að aldri. Óperan segir sögu skipstjóra sem verður fyrir þeirri ógæfu að tveir ungir piltar sem vinna fyrir hann láta lífið. Tónlistin er einstaklega falleg og spilar á breiðan tilfinningaskala, frá ljúfum stillum til ólgandi fárveðurs. Flutningur Stuarts Skelton á aðalpersónu verksins hefur hlotið fádæma lof víða um heim og átti stóran þátt í því að Skelton var valinn söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári.Upphaf ferilsins Þrátt fyrir að vera ekki alinn upp við óperu eða sígilda tónlist segir Skelton að tónlistin hafi snemma togað í hann. „Þegar ég var svona sjö, átta ára gamall kom ég heim úr skólanum og tjáði foreldrum mínum að ég vildi fara að læra á píanó. Þau urðu alveg steinhissa á þessu tiltæki en voru samt til í að gera sitt til þess að koma mér af stað. Hringdu í gamla frænku, fengu lánað hjá henni gamalt píanó og sendu mig í tíma. Að auki var ég í skóla sem tengdist kirkjunni og þar var kór sem ég söng með alveg út menntaskólaárin og þannig þróaðist þetta eitt af öðru allt þar til ég sagði mömmu og pabba að ég vildi fara til Ameríku að læra söng. Aftur horfðu þau bara á mig og spurðu: „Ertu viss? Hvað þarftu að gera til þess að þetta gangi upp? Nú, jæja, gott og vel, en þú verður þá að leggja þig allan í þetta.“ Þetta er eiginlega lýsandi fyrir feril minn. Ég hef verið heppinn og hitt á réttu tækifærin, réttu kennarana og hlutverkin og hef fengið með hæfilega blöndu af pressu og umhyggju. Það hefur orðið mér mikil gæfa.“Vísir/VilhelmSkelton og Grimes Peter Grimes kom inn í líf Skeltons þegar hann var á samningi við Óperuhúsið í Frankfurt. „Það fylgdi samningnum að ég ætti að syngja Peter Grimes. Þetta var einstök reynsla. Ég náði strax einstöku sambandi við verkið. Ég bara skynjaði að þetta er ópera sem ég vil bera með mér alla ævi. Alltaf. Það sem gerir Peter Grimes svo einstaka óperu er að Britten skrifaði hana fyrir ákveðinn söngvara; Peter Pears, lífsförunaut sinn og samverkamann í tónlistinni. Þannig að Britten var að skrifa fyrir alveg ákveðna rödd og við vitum hvað þeir vildu fá út úr þessu því þeir gerðu saman upptöku af Grimes. Það hafa stórkostlegir söngvarar tekist á við hlutverkið en með ólíkum hætti – komið að því úr ólíkum áttum. Allar þær leiðir eru góðar og gildar – bara ólíkar. En þetta hlutverk lifir orðið sínu sjálfstæða lífi og hver og einn þarf að finna sína leið og segja söguna á sinn hátt. Trúa á þetta sjálfur til þess að áhorfendur komi með í þetta ótrúlega ferðalag.Vísir/VilhelmEyjafjallajökull Skelton segir að það sé óþarfi að óttast Grimes eins og margir söngvarar geri. „Ef ég get sungið þetta, þá geta allir gert það. Það eru kaflar sem ná uppi í ellefu en svo koma þessir kyrru kaflar þar sem tíminn stendur í stað en allt ólgar undir niðri. Þá er að halda lokinu á ógninni sem lúrir þarna undir þar til Grimes springur. Þetta hlutverk og þessi ópera öll er dálítið eins og Eyjafjallajökull. Grimes er eins og eldfjall áður en það gýs. Það er alltaf alveg að rofna, alveg við það að springa og allir eru alltaf að reyna að stoppa þetta flæði. En það er ekki hægt að stoppa náttúruafl og því gerist hið óhjákvæmilega. Grimes byrjar að endurtaka nafn sitt í sífellu og fyrir mér er eins og hann sé að hreinsa sig af sjálfum sér. Moka út úr skrokknum eins og eldfjall öllu því sem getur kallast Peter Grimes þar til skelin ein er eftir og þá er hann tilbúinn. Grimes er náttúruafl. Afl sem snýr aftur til þess sem skapaði hann og mótaði. Aftur til stormsins. Það er ekki tragískt fyrir mér heldur náttúrulegt og fallegt. Þannig að þessi ópera er eins og skrifuð fyrir þetta landslag – þessa náttúru og ykkar lífshætti. Þetta er frábært verk til þess að flytja hér og ég er orðinn gríðarlega spenntur. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þetta er einstakt verk. Algert lykilverk í heimi óperunnar sem hreinasta unun er að takast á við og ég vona að þetta verði mikil upplifun fyrir íslenska áhorfendur annað kvöld,“ segir ástralski tenórinn Stuart Skelton sem undirbýr tónleikauppfærslu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni á meistaraverki Benjamins Britten: Peter Grimes. Peter Grimes er einstakt verk sem Britten samdi aðeins 32 ára að aldri. Óperan segir sögu skipstjóra sem verður fyrir þeirri ógæfu að tveir ungir piltar sem vinna fyrir hann láta lífið. Tónlistin er einstaklega falleg og spilar á breiðan tilfinningaskala, frá ljúfum stillum til ólgandi fárveðurs. Flutningur Stuarts Skelton á aðalpersónu verksins hefur hlotið fádæma lof víða um heim og átti stóran þátt í því að Skelton var valinn söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári.Upphaf ferilsins Þrátt fyrir að vera ekki alinn upp við óperu eða sígilda tónlist segir Skelton að tónlistin hafi snemma togað í hann. „Þegar ég var svona sjö, átta ára gamall kom ég heim úr skólanum og tjáði foreldrum mínum að ég vildi fara að læra á píanó. Þau urðu alveg steinhissa á þessu tiltæki en voru samt til í að gera sitt til þess að koma mér af stað. Hringdu í gamla frænku, fengu lánað hjá henni gamalt píanó og sendu mig í tíma. Að auki var ég í skóla sem tengdist kirkjunni og þar var kór sem ég söng með alveg út menntaskólaárin og þannig þróaðist þetta eitt af öðru allt þar til ég sagði mömmu og pabba að ég vildi fara til Ameríku að læra söng. Aftur horfðu þau bara á mig og spurðu: „Ertu viss? Hvað þarftu að gera til þess að þetta gangi upp? Nú, jæja, gott og vel, en þú verður þá að leggja þig allan í þetta.“ Þetta er eiginlega lýsandi fyrir feril minn. Ég hef verið heppinn og hitt á réttu tækifærin, réttu kennarana og hlutverkin og hef fengið með hæfilega blöndu af pressu og umhyggju. Það hefur orðið mér mikil gæfa.“Vísir/VilhelmSkelton og Grimes Peter Grimes kom inn í líf Skeltons þegar hann var á samningi við Óperuhúsið í Frankfurt. „Það fylgdi samningnum að ég ætti að syngja Peter Grimes. Þetta var einstök reynsla. Ég náði strax einstöku sambandi við verkið. Ég bara skynjaði að þetta er ópera sem ég vil bera með mér alla ævi. Alltaf. Það sem gerir Peter Grimes svo einstaka óperu er að Britten skrifaði hana fyrir ákveðinn söngvara; Peter Pears, lífsförunaut sinn og samverkamann í tónlistinni. Þannig að Britten var að skrifa fyrir alveg ákveðna rödd og við vitum hvað þeir vildu fá út úr þessu því þeir gerðu saman upptöku af Grimes. Það hafa stórkostlegir söngvarar tekist á við hlutverkið en með ólíkum hætti – komið að því úr ólíkum áttum. Allar þær leiðir eru góðar og gildar – bara ólíkar. En þetta hlutverk lifir orðið sínu sjálfstæða lífi og hver og einn þarf að finna sína leið og segja söguna á sinn hátt. Trúa á þetta sjálfur til þess að áhorfendur komi með í þetta ótrúlega ferðalag.Vísir/VilhelmEyjafjallajökull Skelton segir að það sé óþarfi að óttast Grimes eins og margir söngvarar geri. „Ef ég get sungið þetta, þá geta allir gert það. Það eru kaflar sem ná uppi í ellefu en svo koma þessir kyrru kaflar þar sem tíminn stendur í stað en allt ólgar undir niðri. Þá er að halda lokinu á ógninni sem lúrir þarna undir þar til Grimes springur. Þetta hlutverk og þessi ópera öll er dálítið eins og Eyjafjallajökull. Grimes er eins og eldfjall áður en það gýs. Það er alltaf alveg að rofna, alveg við það að springa og allir eru alltaf að reyna að stoppa þetta flæði. En það er ekki hægt að stoppa náttúruafl og því gerist hið óhjákvæmilega. Grimes byrjar að endurtaka nafn sitt í sífellu og fyrir mér er eins og hann sé að hreinsa sig af sjálfum sér. Moka út úr skrokknum eins og eldfjall öllu því sem getur kallast Peter Grimes þar til skelin ein er eftir og þá er hann tilbúinn. Grimes er náttúruafl. Afl sem snýr aftur til þess sem skapaði hann og mótaði. Aftur til stormsins. Það er ekki tragískt fyrir mér heldur náttúrulegt og fallegt. Þannig að þessi ópera er eins og skrifuð fyrir þetta landslag – þessa náttúru og ykkar lífshætti. Þetta er frábært verk til þess að flytja hér og ég er orðinn gríðarlega spenntur.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira