Stytting vinnudagsins og jákvæðar afleiðingar hennar Ingi Vífill skrifar 19. maí 2015 07:00 Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun