Leikandi á norsku Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Ívar Örn Sverrisson er ánægður með lífið í Noregi þar sem hann hefur orðið nóg að gera sem leikari. Norski leikhópurinn Jo Strømgren Kompani sýnir þrjú verk í Reykjavík og á Akureyri nú á næstu dögum. Ívar Örn Sverrisson leikur aðalhlutverk í tveimur þeirra og stígur nú á svið í fyrsta sinnsíðan hann flutti til Noregs fyrir fimm árum. „Við konan mín Arna Ösp Guðbrandsdóttir, tókum upp á því að flytja til Noregs fyrir fimm árum með börnin okkar tvö, þar sem hún þurfti að klára sitt nám í arkitektúr. Fyrir mig sem leikara þá var þetta svona dálítil brekka vegna tungumálsins því menntaskóladanskan dugði nú ekki til þess að fá vinnu sem leikari. Þannig að ég var fyrst um sinn að vinna á kaffihúsum en svo kom fyrsta tækifærið eftir bara hálfs árs veru og ég var rosalega ánægður með það. Síðan þá hefur þetta bara verið að vaxa og dafna og í dag hef ég nóg að gera í mínu fagi.“Ívar Örn vinnur talsvert mikið innan leikhóps Jo Strømgrem en hann er stór stjarna í norsku menningarlífi sem og evrópskum nútímadansheimi. „Jo Strømgren kemur í raun úr dansheiminum en hefur einnig mikinn áhuga á leikhúsi og vinnur þar í auknum mæli. Það hentar mér mjög vel þar sem ég á talsverðar rætur í dansleikhúsi og hef lengi haft áhuga á dansi. Nýtti mér dans sem hreyfingu þegar ég var í leiklistarskólanum og það svona þróaðist í þá átt. Ein af sýningunum sem við komum með er reyndar hreinræktuð danssýning en ég tek ekki þátt í henni. Sýningin kallast Fjörutíu og er í samvinnu við Pólska dansleikhúsið og er unnin í tilefni af fertugsafmæli þeirra. Þessi sýning verður sýnd í Borgarleikhúsinu þann 18. maí og ég hvet fólk til þess að drífa sig. Sýningarnar sem ég er í eru hins vegar frekar ólíkar. The Border er í grunninn leikverk sem blandað hefur verið með dansi þegar persónurnar þrýtur orð til að tjá tilfinningar sínar og ástand. Skemmtileg blanda af leikhúsi og dansi sem Jo Strømgren hefur þróað í áraraðir. En hin sýningin kallast Eldhúsið og er ætluð börnum á aldrinum fjögurra til tólf ára. Fólk á öllum aldri getur þó skemmt sér þar sem húmorinn er lúmskur. Við höfum unnið að ákveðinni aðlögun fyrir Ísland sem á eftir að koma í ljós þegar þar að kemur svo ég held að fólk þurfi vonandi ekki að hafa miklar áhyggjur af tungumálahindrunum. Þetta verður bara gaman.“ The Border verður þann 18. og 19. maí kl. 20 og Eldhúsið þann 23. maí kl. 14 og verða báðar þessar sýningar í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Norski leikhópurinn Jo Strømgren Kompani sýnir þrjú verk í Reykjavík og á Akureyri nú á næstu dögum. Ívar Örn Sverrisson leikur aðalhlutverk í tveimur þeirra og stígur nú á svið í fyrsta sinnsíðan hann flutti til Noregs fyrir fimm árum. „Við konan mín Arna Ösp Guðbrandsdóttir, tókum upp á því að flytja til Noregs fyrir fimm árum með börnin okkar tvö, þar sem hún þurfti að klára sitt nám í arkitektúr. Fyrir mig sem leikara þá var þetta svona dálítil brekka vegna tungumálsins því menntaskóladanskan dugði nú ekki til þess að fá vinnu sem leikari. Þannig að ég var fyrst um sinn að vinna á kaffihúsum en svo kom fyrsta tækifærið eftir bara hálfs árs veru og ég var rosalega ánægður með það. Síðan þá hefur þetta bara verið að vaxa og dafna og í dag hef ég nóg að gera í mínu fagi.“Ívar Örn vinnur talsvert mikið innan leikhóps Jo Strømgrem en hann er stór stjarna í norsku menningarlífi sem og evrópskum nútímadansheimi. „Jo Strømgren kemur í raun úr dansheiminum en hefur einnig mikinn áhuga á leikhúsi og vinnur þar í auknum mæli. Það hentar mér mjög vel þar sem ég á talsverðar rætur í dansleikhúsi og hef lengi haft áhuga á dansi. Nýtti mér dans sem hreyfingu þegar ég var í leiklistarskólanum og það svona þróaðist í þá átt. Ein af sýningunum sem við komum með er reyndar hreinræktuð danssýning en ég tek ekki þátt í henni. Sýningin kallast Fjörutíu og er í samvinnu við Pólska dansleikhúsið og er unnin í tilefni af fertugsafmæli þeirra. Þessi sýning verður sýnd í Borgarleikhúsinu þann 18. maí og ég hvet fólk til þess að drífa sig. Sýningarnar sem ég er í eru hins vegar frekar ólíkar. The Border er í grunninn leikverk sem blandað hefur verið með dansi þegar persónurnar þrýtur orð til að tjá tilfinningar sínar og ástand. Skemmtileg blanda af leikhúsi og dansi sem Jo Strømgren hefur þróað í áraraðir. En hin sýningin kallast Eldhúsið og er ætluð börnum á aldrinum fjögurra til tólf ára. Fólk á öllum aldri getur þó skemmt sér þar sem húmorinn er lúmskur. Við höfum unnið að ákveðinni aðlögun fyrir Ísland sem á eftir að koma í ljós þegar þar að kemur svo ég held að fólk þurfi vonandi ekki að hafa miklar áhyggjur af tungumálahindrunum. Þetta verður bara gaman.“ The Border verður þann 18. og 19. maí kl. 20 og Eldhúsið þann 23. maí kl. 14 og verða báðar þessar sýningar í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira