Hófu umræðu um sameiningu skóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. Mynd/Kristján J. Kristjánsson „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent