Ekki tala saman Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun