Tilviljanir sem ekki er hægt að leika eftir með stafrænu prenti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2015 10:00 Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson vilja koma upp hreyfanlegu prentverkstæði. Vísir/Ernir „Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira