VR, LÍV og Flói eru saman í aðgerðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Á leið í land. Ljóst er að þjónusta við ferðamenn raskast mikið komi til verkfalla VR, LÍV og Flóabandalagsins. Fyrstu aðgerðir snerta hópbifreiðafyrirtæki, 28. og 29. maí. Fréttablaðið/GVA Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall.. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall..
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira