Bjóða í leikhús Magnús Guðmundsson skrifar 6. maí 2015 10:00 Tilgátumynd af Hallgrími ungum eftir Sigurbjörgu A. Eiðsdóttur. Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira