Leitin að heilaga fjallinu rannsökuð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:30 Sýningin Fjall verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan átta. mynd/JonatanGretarsson Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira