Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Safanum safnað. Benjamín hefur komið fyrir áaftöppunarbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. Mynd/Pétur Halldórsson Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira