Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 15. apríl 2015 10:30 Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira