Þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 10. apríl 2015 07:00 Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar