Milljónum rignir yfir íslensk lið í Evrópu í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. apríl 2015 08:00 Sigurmark Ólafs Karls Finnssonar gegn FH tryggir Stjörnunni a.m.k. 81 milljón. vísir/Andri marinó Liðin fjögur í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nældu sér í Evrópusæti á síðustu leiktíð þurfa að fara að búa til pláss á bankareikningnum fyrir milljónirnar sem mun rigna yfir þau í sumar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, í samstarfi við samband félagsliða í álfunni, ECA, stóð að verulegri hækkun á verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, jafnt í aðalkeppnunum sem forkeppnunum. Hækkunin í Evrópudeildinni er veruleg og er bilið nú minna á milli hennar og Meistaradeildarinnar. Í heildina er hækkunin í Evrópudeildinni 65 prósent. Íslandsmeistarar Stjörnunnar tvöfalda verðlaunaféð sem þeir fengu í Evrópudeildinni í fyrra bara með því að mæta til leiks í Meistaradeildinni. Stjarnan háði fjögur einvígi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og fékk fyrir það í heildina 530 þúsund evrur eða sem nemur 78 milljónum króna á núvirði. Stjarnan fær 300 þúsund evrur (45 milljónir króna) fyrir komandi einvígi sitt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar auk þeirra 250 þúsund evra sem öll lið fá sem komast ekki í riðlakeppnina. Það gerir í heildina 550 þúsund evrur eða 81 milljón króna sem Stjarnan fær þótt hún tapi fyrsta einvíginu. Bikarmeistarar KR, FH og Víkingur fara í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá fyrir það miklu meira en áður. Í fyrra fengu liðin í fyrstu umferðinni 120 þúsund evrur eða 18 milljónir króna og 130 þúsund evrur fyrir umferðina á eftir því. Nú fá þessi lið 200 þúsund evrur fyrir leikinn í fyrstu umferðinni en það gera 30 milljónir króna. Komist liðin áfram fá þau 210 þúsund til viðbótar og 220 þúsund komist þau jafnlangt og Stjarnan í fyrra. Þá innbyrða liðin 630 þúsund evrur eða 93 milljónir króna. Sextíu milljónir fá liðin vinni þau eitt einvígi en falli svo úr leik í annarri umferðinni sem er ekki óalgengt hjá íslenskum liðum. Komist eitthvert lið alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, annaðhvort Stjarnan með því að vinna tvö einvígi í meistaradeildinni eða hin þrjú með því að vinna fjóra leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar, fara ævintýralegar upphæðir að streyma inn. Öll þau félög sem komust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá að minnsta kosti 2,4 milljónir evra eða sem nemur 345 milljónum króna. Við það bætast svo verulegar upphæðir fyrir stigasöfnun. Það er morgunljóst að framvegis verða þau lið sem komast í Evrópukeppni mun betur stæð en áður og verður baráttan um efstu sætin enn mikilvægari sem og bikarkeppnin, en bikarmeistaratitill er öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Liðin fjögur í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nældu sér í Evrópusæti á síðustu leiktíð þurfa að fara að búa til pláss á bankareikningnum fyrir milljónirnar sem mun rigna yfir þau í sumar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, í samstarfi við samband félagsliða í álfunni, ECA, stóð að verulegri hækkun á verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, jafnt í aðalkeppnunum sem forkeppnunum. Hækkunin í Evrópudeildinni er veruleg og er bilið nú minna á milli hennar og Meistaradeildarinnar. Í heildina er hækkunin í Evrópudeildinni 65 prósent. Íslandsmeistarar Stjörnunnar tvöfalda verðlaunaféð sem þeir fengu í Evrópudeildinni í fyrra bara með því að mæta til leiks í Meistaradeildinni. Stjarnan háði fjögur einvígi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og fékk fyrir það í heildina 530 þúsund evrur eða sem nemur 78 milljónum króna á núvirði. Stjarnan fær 300 þúsund evrur (45 milljónir króna) fyrir komandi einvígi sitt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar auk þeirra 250 þúsund evra sem öll lið fá sem komast ekki í riðlakeppnina. Það gerir í heildina 550 þúsund evrur eða 81 milljón króna sem Stjarnan fær þótt hún tapi fyrsta einvíginu. Bikarmeistarar KR, FH og Víkingur fara í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá fyrir það miklu meira en áður. Í fyrra fengu liðin í fyrstu umferðinni 120 þúsund evrur eða 18 milljónir króna og 130 þúsund evrur fyrir umferðina á eftir því. Nú fá þessi lið 200 þúsund evrur fyrir leikinn í fyrstu umferðinni en það gera 30 milljónir króna. Komist liðin áfram fá þau 210 þúsund til viðbótar og 220 þúsund komist þau jafnlangt og Stjarnan í fyrra. Þá innbyrða liðin 630 þúsund evrur eða 93 milljónir króna. Sextíu milljónir fá liðin vinni þau eitt einvígi en falli svo úr leik í annarri umferðinni sem er ekki óalgengt hjá íslenskum liðum. Komist eitthvert lið alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, annaðhvort Stjarnan með því að vinna tvö einvígi í meistaradeildinni eða hin þrjú með því að vinna fjóra leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar, fara ævintýralegar upphæðir að streyma inn. Öll þau félög sem komust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá að minnsta kosti 2,4 milljónir evra eða sem nemur 345 milljónum króna. Við það bætast svo verulegar upphæðir fyrir stigasöfnun. Það er morgunljóst að framvegis verða þau lið sem komast í Evrópukeppni mun betur stæð en áður og verður baráttan um efstu sætin enn mikilvægari sem og bikarkeppnin, en bikarmeistaratitill er öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira