„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 14:47 Mist Edvarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ekki hrifnar af þeirri ákvörðun að heimaleikur Þórs/KA við Tindastól skyldi fara fram inni í Boganum í stað Greifavallarins. Stöð 2 Sport Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
„Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn