Fórnuðu úlfalda og gefa kjötið garðar örn úlfarsson skrifar 1. apríl 2015 09:15 Um 250 kíló af kjöti fást af úlfaldanum sem múlsimar fórnuðu í gær vísir/valli „Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins. Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið. Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld. Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins. „Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson. Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.Uppfært klukkan 9:40 Fiskikóngurinn Kristján Grétarsson segir að verkefnið sé líklega það sérstakasta sem hann hefur tekið að sér. Rætt var við Kristján í Bítinu í morgun. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins. Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið. Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld. Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins. „Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson. Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.Uppfært klukkan 9:40 Fiskikóngurinn Kristján Grétarsson segir að verkefnið sé líklega það sérstakasta sem hann hefur tekið að sér. Rætt var við Kristján í Bítinu í morgun.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira