Flytja síðrómantísk verk eftir Sibelius og Strauss Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 14:30 "Tónleikarnir í kvöld heita Ljóðrænt litróf,“ segir Kristín Mjöll. Fréttablaðið/Valli „Sólrún kemur hingað frá Ítalíu og hún og Gerrit munu flytja efni eftir tvo síðrómantíska meistara, ljóðaflokk eftir Jean Sibelius og nokkur vel valin lög eftir Richard Strauss.“ Þetta segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari um tónleika í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20 þar sem Sólrún Bragadóttir syngur og Gerrit Schuil leikur á píanó. Tónleikarnir tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni sem stendur fram í nóvember og Kristín Mjöll er meðal skipuleggjenda. Röðin er helguð konum að hluta vegna kosningaafmælisins. Hin sænska Gitt-María Sjöberg sópran kemur í september og tekur með sér píanistann Irene Hasager og í nóvember flytur Auður Gunnarsdóttir Mannsröddina eftir Poulenc á leikrænan hátt, ásamt Helgu Bryndísi píanóleikara. Finnarnir Marko Ylönen sellóleikari og Martti Rautio píanóleikari koma fram í júní og Jón Sigurðsson spilar á píanó heila dagskrá eftir Scriabin í október. Tuttugu ára og yngri fá frían aðgang að Klassík í Vatnsmýrinni að sögn Kristínar Mjallar. „Við viljum hvetja ungt fólk til að mæta á tónleikana án þess að verðið sé þar fyrirstaða.“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Sólrún kemur hingað frá Ítalíu og hún og Gerrit munu flytja efni eftir tvo síðrómantíska meistara, ljóðaflokk eftir Jean Sibelius og nokkur vel valin lög eftir Richard Strauss.“ Þetta segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari um tónleika í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20 þar sem Sólrún Bragadóttir syngur og Gerrit Schuil leikur á píanó. Tónleikarnir tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni sem stendur fram í nóvember og Kristín Mjöll er meðal skipuleggjenda. Röðin er helguð konum að hluta vegna kosningaafmælisins. Hin sænska Gitt-María Sjöberg sópran kemur í september og tekur með sér píanistann Irene Hasager og í nóvember flytur Auður Gunnarsdóttir Mannsröddina eftir Poulenc á leikrænan hátt, ásamt Helgu Bryndísi píanóleikara. Finnarnir Marko Ylönen sellóleikari og Martti Rautio píanóleikari koma fram í júní og Jón Sigurðsson spilar á píanó heila dagskrá eftir Scriabin í október. Tuttugu ára og yngri fá frían aðgang að Klassík í Vatnsmýrinni að sögn Kristínar Mjallar. „Við viljum hvetja ungt fólk til að mæta á tónleikana án þess að verðið sé þar fyrirstaða.“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira