Spilaði sama lagið oft Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2015 12:30 „Þetta er dálítið skrítið starf, maður þarf að vera einn til að sinna því en þó gengur ekki að einangra sig þegar skrifað er um mannlífið,“ segir Sólveig. Vísir/Ernir ?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.? Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.?
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira