Þetta er alveg ný spenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Eiður Smári í leik gegn Króötum. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira