Þetta er alveg ný spenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Eiður Smári í leik gegn Króötum. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira