Slegist um Eyrarrósina 19. mars 2015 11:30 Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira