Samin til að gleðja og skemmta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2015 14:00 Kammersveitin spilar í Norðurljósum í Hörpu á morgun með þremur einleikurum og Bergþóri Pálssyni söngvara. Vísir/Valli „Það áhugaverða við þessa tónleika er að við erum að flytja þar verk sem heyrast mjög sjaldan, að undanskildu einu þeirra sem nefnist Nautið á þakinu. Ég sagði á æfingu í morgun að það væri greinilegt að þessi tónlist hefði verið samin til að gleðja og skemmta.“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson klarinettuleikari um tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, klukkan 17. „Við ætlum að kynna hópinn Les Six, tónskáldin sex sem hófu samstarf eftir fyrri heimstyrjöldina. Þá voru nýir tímar að renna upp og listamenn kepptust við að koma með eitthvað nýtt. Kúbisminn varð til í myndlistinni og tónskáldin voru búin fá nóg af síðrómantík aldarinnar á undan og vildu koma með alveg nýjan tón,“ lýsir Einar. „Afrakstur sexmenninganna, sem allir voru í kringum þrítugt, er stutt verk og stílhrein, mikið af leikhústónlist í samvinnu við súrrealistana Cocteau og Satie sem voru eiginlega leiðtogar þeirra.“ Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við franska sendiráðið. Stjórnandi er Pejman Memarzadeh. Einleikarar eru Ástríður Alda Sigurðardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikarar og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari. Bergþór Pálsson er einsöngvari í tveimur verkum og hefur verið að æfa sig í frönskunni! Hljómsveitina skipa 29 manns og verður fiðluleikarinn Cécile Jacquillat, ekkja Jean-Pierre Jacquillat hljómsveitarstjóra, með í hópnum. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það áhugaverða við þessa tónleika er að við erum að flytja þar verk sem heyrast mjög sjaldan, að undanskildu einu þeirra sem nefnist Nautið á þakinu. Ég sagði á æfingu í morgun að það væri greinilegt að þessi tónlist hefði verið samin til að gleðja og skemmta.“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson klarinettuleikari um tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, klukkan 17. „Við ætlum að kynna hópinn Les Six, tónskáldin sex sem hófu samstarf eftir fyrri heimstyrjöldina. Þá voru nýir tímar að renna upp og listamenn kepptust við að koma með eitthvað nýtt. Kúbisminn varð til í myndlistinni og tónskáldin voru búin fá nóg af síðrómantík aldarinnar á undan og vildu koma með alveg nýjan tón,“ lýsir Einar. „Afrakstur sexmenninganna, sem allir voru í kringum þrítugt, er stutt verk og stílhrein, mikið af leikhústónlist í samvinnu við súrrealistana Cocteau og Satie sem voru eiginlega leiðtogar þeirra.“ Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við franska sendiráðið. Stjórnandi er Pejman Memarzadeh. Einleikarar eru Ástríður Alda Sigurðardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikarar og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari. Bergþór Pálsson er einsöngvari í tveimur verkum og hefur verið að æfa sig í frönskunni! Hljómsveitina skipa 29 manns og verður fiðluleikarinn Cécile Jacquillat, ekkja Jean-Pierre Jacquillat hljómsveitarstjóra, með í hópnum.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira