Jan Voss – Með bakið að framtíðinni Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2015 11:00 Jan Voss við verk sitt Foam Book Library (Kvoðubókasafnið). Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira