„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu safnið í Mosul í rúst. Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15
Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26
ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30