Misskilningur í postulínsbúðinni Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2015 07:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun