Eitraður moli Al-Thani dóms Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl skrifar 4. mars 2015 07:00 Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun