Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2015 09:30 Hrafnkell og Guðlaugur hafa starfað saman í tæp sjö ár. Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“ Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“
Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00
Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30