WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 09:45 Forstjórinn WOW air mun hefja flug til Bandaríkjanna í mars. fréttablaðið/anton Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira