Bjóða námslán til viðbótar við LÍN Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Hlíf Sturludóttir segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán. Fréttablaðið/GVA Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira