Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma?
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun