Atkinson: Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 06:00 Jeremy Atkinson fór snemma af velli. Mynd/skjáskot „Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom Dominos-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom
Dominos-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira