Læsi undirstaða margs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 14:00 „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna,“ segir Guðrún. Mynd/úr einkasafni „Þingið er þáttur í að auka fræðslu um lestrarvanda barna bæði meðal almennings og fagfólks. Þar verða stuttir fyrirlestrar frá fólki sem þekkir vandamálið frá ýmsum hliðum og þingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir um málþing í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag milli klukkan 16.30 og 18.30. Guðrún Björt situr í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna og nokkrir af viðburðum okkar hafa verið árvissir, þar á meðal svona málþing. Svo dreifum við bókamerkjum til tíu ára barna í gegnum skólakerfið til að hvetja þau til lestrar. Fengum ljóð eftir Þórarin Eldjárn sem er vel þekktur meðal barna og er skemmtilegur og fyndinn. Í ljóðinu fjallar hann um hvernig bókin getur léð fólki vængi og opnað nýja veröld. Bók í hönd og þér halda engin bönd, bók í hönd og þú berst niður á strönd, bók í hönd og þú breytist í önd, bók í hönd, beint út í lönd.“ Guðrún segir verkefni tengd læsi barna í framkvæmd víða um land. „Lionsklúbbar úti um allt land eru með fasta viðburði í sínum skólum og nokkrir klúbbar aðstoða börn af erlendum uppruna við heimanám og lestur enda er læsi undirstaða svo margs,“ segir Guðrún og bætir við að átakið nái til 210 landa heimsins. Eftir ávarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á málþinginu mun Guðrún Björt kynna lestrarátak Lions. Næst mun Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjalla um áhrif tvítyngis á þróun læsis og Dröfn Vilhjálmsdóttir kynna verkefni bókasafns Seljaskóla sem miðar að því að efla lestraráhuga nemenda. Ingibjörg Ingólfsdóttir segir frá námskeiði byggðu á Davis-aðferðinni, fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika. Lestina rekur Guðni Olgeirsson sem kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson, fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þingið er þáttur í að auka fræðslu um lestrarvanda barna bæði meðal almennings og fagfólks. Þar verða stuttir fyrirlestrar frá fólki sem þekkir vandamálið frá ýmsum hliðum og þingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir um málþing í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag milli klukkan 16.30 og 18.30. Guðrún Björt situr í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. „Það eru þrjú ár síðan við hófum átak í að sporna við lestrarerfiðleikum barna og nokkrir af viðburðum okkar hafa verið árvissir, þar á meðal svona málþing. Svo dreifum við bókamerkjum til tíu ára barna í gegnum skólakerfið til að hvetja þau til lestrar. Fengum ljóð eftir Þórarin Eldjárn sem er vel þekktur meðal barna og er skemmtilegur og fyndinn. Í ljóðinu fjallar hann um hvernig bókin getur léð fólki vængi og opnað nýja veröld. Bók í hönd og þér halda engin bönd, bók í hönd og þú berst niður á strönd, bók í hönd og þú breytist í önd, bók í hönd, beint út í lönd.“ Guðrún segir verkefni tengd læsi barna í framkvæmd víða um land. „Lionsklúbbar úti um allt land eru með fasta viðburði í sínum skólum og nokkrir klúbbar aðstoða börn af erlendum uppruna við heimanám og lestur enda er læsi undirstaða svo margs,“ segir Guðrún og bætir við að átakið nái til 210 landa heimsins. Eftir ávarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á málþinginu mun Guðrún Björt kynna lestrarátak Lions. Næst mun Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjalla um áhrif tvítyngis á þróun læsis og Dröfn Vilhjálmsdóttir kynna verkefni bókasafns Seljaskóla sem miðar að því að efla lestraráhuga nemenda. Ingibjörg Ingólfsdóttir segir frá námskeiði byggðu á Davis-aðferðinni, fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika. Lestina rekur Guðni Olgeirsson sem kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson, fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira