Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Í heimsókn númer tvö. Tracy Lynn Bink kom fyrst til Íslands vorið 2013 til fyrstu viðræðna við Icelandair um samnýtingu flugnúmera félaganna. "Ferlið hefur tekið sinn tíma,“ segir hún. Fréttablaið/Valli Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38