Alvarlegir atburðir en líka spenna og húmor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 15:00 "Eldbarnið lýsir atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum,“ segir Pétur Eggerz sem hér er á æfingu ásamt Andreu Ösp og Öldu. Vísir/GVA „Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk. Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira
„Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk.
Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira