Ég er fyrir tónlistina og mennskuna Magnús Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2015 13:30 Jorge Luis Prats þykir einstaklega líflegur og skemmtilegur flytjandi. Mynd/Jan Willem Kaldenbach Kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats spilar á Heimspíanistaröð Hörpu á laugardaginn. Jorge Luis Prats er fæddur árið 1956. Hann er á meðal áhugaverðustu píanista sinnar kynslóðar og er margverðlaunaður í samkeppnum á yngri árum sem og fyrir tónleika og upptökur seinna meir. Eftir að hafa alist upp við píanóið á Kúbu til tvítugs hélt Jorge Luis Prats til náms í París og Bandaríkjunum en Kúba og kúbversk tónlistararfleið hefur þó ætíð fylgt honum. Hann þykir hafa einstaklega líflega og skemmtilega framkomu á tónleikum, auk þess sem verkefnavalið andar oftar en ekki suðrænum og heillandi blæ. Síðustu áratugina hefur Jorge Luis Prats farið um víða veröld til þess að koma fram á tónleikum og gerir enn af miklum móð; þrátt fyrir það þykir þessum suðræna meistara þó ekkert eins leiðinlegt og að ferðast. „Ferðalagið sjálft er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Flugvellir eru ekki skemmtilegir staðir og að sitja í flugvél er hreint út sagt alveg skelfilega leiðinlegt. Samt þarf ég að gera svo mikið af þessu. Núna er ég í París og fyrr í vikunni var ég í Flórída og eftir tvo daga verð ég kominn til Reykjavíkur, síðan er það London og svo Kólumbía og svona heldur þetta áfram. En ávinningurinn! Það er allt annað mál. Að fá að spila fyrir fólk og miðla til þess þeirri tónlist sem ég hef ástríðu fyrir. Fólk er svo fallegt og dásamlegt og það gerir þetta allt þess virði. Að spila fyrir fólk er það allra skemmtilegasta sem ég geri svo þetta er nú ekki alslæmt.“ Jorge Luis Prats er einstaklega líflegur maður. Það veður á honum þegar hann talar um tónlist og að spila fyrir fólk. En þrátt fyrir að koma úr umhverfi sem er mettað af pólitík og einangrun Kúbu á liðnum árum hefur hann lítinn áhuga á slíku. „Pólitík er ekki fyrir mig og hefur aldrei verið. Ég er tónlistarmaður en ekki stjórnmálamaður. Guði sé lof. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna. Lífið! Ég fer um allan heim og spila og þannig og í gegnum tónlistina kynnist ég sögu þjóðanna og fólki. Tónlistin er þannig að hún dregur fram í okkur allt það besta. Ástríður og kærleik og jákvæðar tilfinningar sem við vöxum og döfnum af en pólitík, það er allt annað mál.“ Tónleikagestir laugardagsins mega greinilega eiga von á líflegum og fjölbreyttum tónleikum því þegar Jorge Luis Prats talar um efnisskrána er honum mikið niðri fyrir. „Ég er búinn að setja saman frekar óvenjulega efnisskrá fyrir laugardaginn. Ég ætla að byrja á því að koma með Amazon til Íslands. Svo verður þarna kynþokki frá Brasilíu, karakter, rómantík, drama og kærleikur frá Spáni. Við Kúbverjar erum afskaplega spænsk þjóð og ég kem líka með efni frá Havana sem er af sama meiði. Þar á meðal ætla ég að frumflytja verk sem var samið fyrir mig og ég kalla „Sweet Havana“ þó svo að það hafi ekki fengið formlega það heiti. Þar er að finna sætleika og rómantík, útförina og gleðina yfir lifuðu lífi og fallegum minningum og allt er þetta ákaflega kúbverskt. Ég enda svo á tangó sem á rætur sínar í kúbverska dansinum. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorfendum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Það eina sem ég sakna er að ná ekki að spila sérstaklega fyrir unga tónlistarnema því mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að færa ungu fólki nýja tónlist.“ Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats spilar á Heimspíanistaröð Hörpu á laugardaginn. Jorge Luis Prats er fæddur árið 1956. Hann er á meðal áhugaverðustu píanista sinnar kynslóðar og er margverðlaunaður í samkeppnum á yngri árum sem og fyrir tónleika og upptökur seinna meir. Eftir að hafa alist upp við píanóið á Kúbu til tvítugs hélt Jorge Luis Prats til náms í París og Bandaríkjunum en Kúba og kúbversk tónlistararfleið hefur þó ætíð fylgt honum. Hann þykir hafa einstaklega líflega og skemmtilega framkomu á tónleikum, auk þess sem verkefnavalið andar oftar en ekki suðrænum og heillandi blæ. Síðustu áratugina hefur Jorge Luis Prats farið um víða veröld til þess að koma fram á tónleikum og gerir enn af miklum móð; þrátt fyrir það þykir þessum suðræna meistara þó ekkert eins leiðinlegt og að ferðast. „Ferðalagið sjálft er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Flugvellir eru ekki skemmtilegir staðir og að sitja í flugvél er hreint út sagt alveg skelfilega leiðinlegt. Samt þarf ég að gera svo mikið af þessu. Núna er ég í París og fyrr í vikunni var ég í Flórída og eftir tvo daga verð ég kominn til Reykjavíkur, síðan er það London og svo Kólumbía og svona heldur þetta áfram. En ávinningurinn! Það er allt annað mál. Að fá að spila fyrir fólk og miðla til þess þeirri tónlist sem ég hef ástríðu fyrir. Fólk er svo fallegt og dásamlegt og það gerir þetta allt þess virði. Að spila fyrir fólk er það allra skemmtilegasta sem ég geri svo þetta er nú ekki alslæmt.“ Jorge Luis Prats er einstaklega líflegur maður. Það veður á honum þegar hann talar um tónlist og að spila fyrir fólk. En þrátt fyrir að koma úr umhverfi sem er mettað af pólitík og einangrun Kúbu á liðnum árum hefur hann lítinn áhuga á slíku. „Pólitík er ekki fyrir mig og hefur aldrei verið. Ég er tónlistarmaður en ekki stjórnmálamaður. Guði sé lof. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna. Lífið! Ég fer um allan heim og spila og þannig og í gegnum tónlistina kynnist ég sögu þjóðanna og fólki. Tónlistin er þannig að hún dregur fram í okkur allt það besta. Ástríður og kærleik og jákvæðar tilfinningar sem við vöxum og döfnum af en pólitík, það er allt annað mál.“ Tónleikagestir laugardagsins mega greinilega eiga von á líflegum og fjölbreyttum tónleikum því þegar Jorge Luis Prats talar um efnisskrána er honum mikið niðri fyrir. „Ég er búinn að setja saman frekar óvenjulega efnisskrá fyrir laugardaginn. Ég ætla að byrja á því að koma með Amazon til Íslands. Svo verður þarna kynþokki frá Brasilíu, karakter, rómantík, drama og kærleikur frá Spáni. Við Kúbverjar erum afskaplega spænsk þjóð og ég kem líka með efni frá Havana sem er af sama meiði. Þar á meðal ætla ég að frumflytja verk sem var samið fyrir mig og ég kalla „Sweet Havana“ þó svo að það hafi ekki fengið formlega það heiti. Þar er að finna sætleika og rómantík, útförina og gleðina yfir lifuðu lífi og fallegum minningum og allt er þetta ákaflega kúbverskt. Ég enda svo á tangó sem á rætur sínar í kúbverska dansinum. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorfendum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Það eina sem ég sakna er að ná ekki að spila sérstaklega fyrir unga tónlistarnema því mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að færa ungu fólki nýja tónlist.“
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira