Kominn tími á sætara þema Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 08:00 Úlfhildur skipuleggur Ljóðaslamm á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Vísir/Anton „Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013: Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013:
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira