Skrítinn bjór móðins 23. janúar 2015 15:00 Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson, höfundar Bjórbókarinnar, á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Vísir/Valli Höskuldur Sæmundsson er áhugamaður, og í raun sérfræðingur, um bjór. Hann er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess að fræða í Bjórskólanum. Hér ræðir hann um mjöð munkanna. Hvaða bjórgerðir eru algengastar? Algengasta tegundin af bjór væri ljós pilsner að tékkneskri fyrirmynd. Lagerbjórar sem finnast hvar sem er, eru bragðminni og auðdrekkanlegir. Reyndar er bjór algengasti drykkurinn á eftir tei, þannig að pilsnerinn mætti mögulega kalla næstvinsælasta drykk heims. Eða svona…Er bjórsmekkur eitthvað sem þroskast með aldrinum? Bjórsmekkur er held ég eins og smekkur fyrir öðrum mat, hann breytist og þróast. Blessunarlega, enda væri það hræðileg tilhugsun að vera enn að drekka það sama og ég var að sötra í menntaskóla. Hvaða bjór er svona „smart“ bjór sem menn slá um sig með að panta sér? Það er nú oftast það sem er spennandi hverju sinni. Gríðarvinsælt á börum er að panta sér tilraunalaganir af krana dagsins eða eitthvað sem er með flókið og skrítið nafn. Það þykir gríðarlega smart, einkum ef þú getur útskýrt skrítinn stílinn. Annars virðist gilda að þeim mun erfiðara sem er að ná í veigarnar, þeim mun fínni þyki þær. Ég hef tvisvar smakkað Westvleteren sem á að vera einna fínastur, en viðurkenni að mér fannst bragðið ekki standa undir „hæpinu“.Ef maður ætlar að gera vel við bjóráhugamann, hvaða bjór á maður þá að kaupa? Bland í poka er alltaf málið. Þetta er eins og að ætla að gera vel við tónlistaráhugamanninn en spila alltaf sama lagið aftur og aftur.Hvaða matur fer vel með bjór? Allur matur parast vel með bjór, bara misjafnlega vel. Reyktur og saltur matur passar að mínu mati sérstaklega vel með bjór sem og feitir ostar. Annars er bjór og pitsa alltaf gullin klassík.Hefur þú prófað að elda með bjór? Já, ég hef eins og raunar flestir Íslendingar smakkað mat eldaðan upp úr bjór. Pulsur eru oftast soðnar að hluta upp úr bjór. Sjálfur hef ég prófað að nota bjór í staðinn fyrir vatn í brauðuppskriftir og líka í súpur og sósur. Það kemur yfirleitt ágætlega út.Á bjórmaðurinn uppáhaldsbjór? Það er alltaf sá sem er í hendi. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Höskuldur Sæmundsson er áhugamaður, og í raun sérfræðingur, um bjór. Hann er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess að fræða í Bjórskólanum. Hér ræðir hann um mjöð munkanna. Hvaða bjórgerðir eru algengastar? Algengasta tegundin af bjór væri ljós pilsner að tékkneskri fyrirmynd. Lagerbjórar sem finnast hvar sem er, eru bragðminni og auðdrekkanlegir. Reyndar er bjór algengasti drykkurinn á eftir tei, þannig að pilsnerinn mætti mögulega kalla næstvinsælasta drykk heims. Eða svona…Er bjórsmekkur eitthvað sem þroskast með aldrinum? Bjórsmekkur er held ég eins og smekkur fyrir öðrum mat, hann breytist og þróast. Blessunarlega, enda væri það hræðileg tilhugsun að vera enn að drekka það sama og ég var að sötra í menntaskóla. Hvaða bjór er svona „smart“ bjór sem menn slá um sig með að panta sér? Það er nú oftast það sem er spennandi hverju sinni. Gríðarvinsælt á börum er að panta sér tilraunalaganir af krana dagsins eða eitthvað sem er með flókið og skrítið nafn. Það þykir gríðarlega smart, einkum ef þú getur útskýrt skrítinn stílinn. Annars virðist gilda að þeim mun erfiðara sem er að ná í veigarnar, þeim mun fínni þyki þær. Ég hef tvisvar smakkað Westvleteren sem á að vera einna fínastur, en viðurkenni að mér fannst bragðið ekki standa undir „hæpinu“.Ef maður ætlar að gera vel við bjóráhugamann, hvaða bjór á maður þá að kaupa? Bland í poka er alltaf málið. Þetta er eins og að ætla að gera vel við tónlistaráhugamanninn en spila alltaf sama lagið aftur og aftur.Hvaða matur fer vel með bjór? Allur matur parast vel með bjór, bara misjafnlega vel. Reyktur og saltur matur passar að mínu mati sérstaklega vel með bjór sem og feitir ostar. Annars er bjór og pitsa alltaf gullin klassík.Hefur þú prófað að elda með bjór? Já, ég hef eins og raunar flestir Íslendingar smakkað mat eldaðan upp úr bjór. Pulsur eru oftast soðnar að hluta upp úr bjór. Sjálfur hef ég prófað að nota bjór í staðinn fyrir vatn í brauðuppskriftir og líka í súpur og sósur. Það kemur yfirleitt ágætlega út.Á bjórmaðurinn uppáhaldsbjór? Það er alltaf sá sem er í hendi.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira